Byrjaði daginn á því að skipta um harða diskinn í fartölvunni minni (sjá færslu gærdagsins), fyrsta sinn sem ég opna fartölvu og þar sem allt er miklu minna, samþjappaðra og dýrara í fartölvum en borðvélum þá var ég pínulítið stressaður. Fann reyndar mjög góðar leiðbeiningar hjá HP. Þetta tókst að lokum og allt virðist virka.
Restin af deginum fór svo eins og venjulega þegar ég set upp vél, endalaus restört og download á driverum og pötchum og hvaðeina. Allt blessaðist að lokum, mér til hægðarauka svona næst þegar ég set hana upp (vonandi ekki… vona innilega að þetta vandamál hrjái mig ekki aftur) ætla ég að smella nokkrum tenglum hér inn:
Flott WinAmp skin: