Brotakennt

Jahá!

Man ekki eftir að hafa séð þetta á sínum tíma. Það var frekar magnað að komast að því fyrir nokkrum vikum að þættirnir voru bara gerðir til að auglýsa leikföngin, ekki öfugt.

Í Ohio virðist sem að lög sem leyfa lögreglu að handtaka fólk án ástæðu séu að verða að veruleika:Bill Would Allow Arrests For No Reason In Public Place. Land hinna frjálsu!

Nafngjafir í Englandi og Wales, sápuþættirnir hafa mikil áhrif. Á íslensku Wikipediunni má fletta upp nöfnum og sjá hversu margir bera nafnið og þróun nafngjafa, sjá til dæmis:

  • Björk (í lægð)
  • Daði (á niðurleið síðan 1990)
  • Haukur (á niðurleið síðan 1990)
  • Jens (í lægð)
  • Jóhannes (hægur stígandi)
  • Jón (dalað hægt og sígandi síðan 1963)
  • Karlotta (örfáir annaðhvort ár)
  • Kári (hæg meðalauknin en skrykkjótt)
  • Katrín (klifrað stöðugt þangað til í fyrra að botninn datt úr)
  • Oddur (dalað síðustu ár)
  • Ragna (súluritið í steik en 460 bera það sem fyrsta nafn)
  • Sigurður (á niðurleið síðan 1968)
  • Sigurrós (skrykkjótt, lítil fjölgun)
  • Soffía (haldið sér síðasta áratug)

Smellið á súluritin til að fá þau stærri.

Comments are closed.