Survivor

Elleftu Survivor seríunni er lokið. Samkvæmt viðtölum við keppendur þá var reynt að fá áhorfendur til að halda með Danni með því að sýna ekki mikið af hennar klækjum.

Talsverð vonbrigði að Stephenie hafi aðeins fengið eitt atkvæði, lélegt keppnisskap hinna keppendanna sem virtust vera ófærir um að viðurkenna það að hún var betri en þeir.

Í viðtali segir Stephenie einmitt að tökuliðið hafi nefnt að kviðdómur þáttaraðar 11 hafi verið einstaklega bitur. Sjá einnig lengra viðtal við Steph og Danni.

Ég kann alltaf best við keppendur sem leggja sig alla fram alltaf. Í boltanum var einbeitingin og ákveðnin hjá mér alltaf hin sama hvort sem liðið mitt var að vinna 5-0, tapa 0-5 eða staðan var 0-0. Staðan á ekki að skipta máli heldur leikurinn. Stephenie virðist þannig manneskja.

Comments are closed.