Jólagjafir

Fyrri hluta dags var ég að fikta í minni háttar uppfærslum á WFF.

Þetta árið vorum við heima hjá mömmu í mat, hamborgarahryggurinn var safaríkur og léttreyktur og betri en mig minnti. Allir voru voða rólegir, strákarnir léku sér í tölvum á meðan að við “eldra” fólkið tókum því bara rólega, og í fyrsta sinn sem ég man eftir mér var enginn að deyja úr spenningi að opna jólapakkana. Þegar við svo á endanum tókum til við það þá opnaði aðeins einn í einu sína gjöf, þannig að þetta tók góðan tíma og var mjög ánægjulegt.

Tvenn handklæði, 3 DVD (með Sigurrós), jólatré með ljósleiðurum sem skipta litum (með Sigurrós), 5 bækur, peysa og mynd (með Sigurrós) voru jólagjafirnar sem ég fékk þetta árið.

Þegar að við komum svo heim á Kambsveginn voru jólakortin opnuð í rólegheitum. Voðalega róleg og gleðileg jól hjá okkur.

Comments are closed.