Letidagur

Lítið um jólaboð þetta árið, einu er frestað fram í janúar og verður þá fertugsafmæli, og annað dettur upp fyrir í ár.

Dagurinn í dag því alger letidagur, kláraði að lesa Football Confidential, sem ég fékk frá Sigurrós, og spilaði svo CM 01/02 fram eftir kveldi.

Football Confidential fjallar annars um skuggahliðar knattspyrnunnar, eins og unga leikmenn sem að umboðsmenn tæla til Vesturlanda, og fleygja svo á götuna ef þeir fá ekki samning, einkavæðingu vallarumhirðu sem fór illa í Bretlandi og kostaði marga áhugamenn ferilinn og miklar þjáningar, og margt fleira. Allt hefur sínar skuggahliðar sem að misbreyskir menn koma nálægt.

Comments are closed.