Jólaklipping

Þar sem að jólainnkaup kláruðust á klukkutíma í gær var lítið stress í dag. Pabbi fékk bílinn minn lánaðan til þess að bóna hann á meðan að ég tók til og þreif í vinnuherberginu. Sigurrós klippti mig svo með hárklippigræjunum mínum sem hafa margborgað sig upp í ár.

Í ljós kom að þorláksmessuskatan hafði allt í einu færst frá hádegi til 4 miðdegis hjá fjölskyldu Sigurrósar, þetta kom raunar í ljós þegar að þær systurnar renndu í hlað þar á hádegi. Sigurrós sleppti því að fara aftur klukkan 4 og þess í stað nutum við þess að vera ein heima (enda læt ég ekki sjá mig nálægt kæstri skötu) og ég skaust á Subway til að ná í ætan (reyndar mjög góðan) mat.

Comments are closed.