Sjálferfidrykkja og þingmannavakt

Það er til margt vitlausara en að halda sína eigin erfidrykkju.

Það þarf að koma upp íslenskum útgáfum af http://www.publicwhip.org.uk og http://www.theyworkforyou.com/. Þarna er sumsé reynt að veita þingmönnum smá aðhald og leyfa kjósendum þeirra að fylgjast með verkum þeirra og hversu duglegir þeir eru að draga taum leiðtogans í stað þess að fara eftir stjórnarskrá og velja eftir eigin sannfæringu.

Dagný hefði til dæmis voðalega gott af því að lesa stjórnarskrána aðeins, fyrst að hún heldur að hún sé í fótboltaliði á þingi. 

Heimdallur var með smá vísi að þessu í Frelsisvaktinni sem virðist nú vera horfin.

Comments are closed.