30 árum seinna

Ég var tæplega 10 vikna gamall í kerru í miðbænum fyrir 30 árum þegar Kvennafrídagurinn var.

Í dag leit ég í bæinn um fjögurleytið og sá mannhafið og heyrði óminn af dagskránni. Fólk flæddi frá Ingólfstorgi upp Laugaveginn og fjölmargir komust ekki nær en á Austurvöll. Fáránleg staðsetning, en frábær fjöldi.

Í gær bárust fréttir af kynjatengdum mun, nú er víst komið á hreint að heilar karla og kvenna bregðast mismunandi við lyfjum og því þarf að fara að huga betur að ýmsum lyfjum sem hafa einungis verið reynd á karlmönnum.

Comments are closed.