Going Postal

Búinn að spila Football Manager 2006 yfir helgina og tók mér loks frí seinni parts dagsins og las Going Postal , nýjustu kiljuna frá Terry Pratchett. Núna eru það fjárglæframennirnir sem fá á baukinn fyrir að taka yfir fyrirtæki, minnka þjónustu, hækka verð og brjóta að lokum upp, allt með skammtímahagnað að markmiði.

Hitti líka nokkra EVE-spilara sem komu erlendis frá og vildu hitta mig þó ég sé hættur í leiknum. Kom í fyrsta sinn á Players við það tækifæri. Svolítið öðruvísi staður en ég hafði haldið.

Jónas og Helga komu upp til að laga ofnana þannig að hitastigið hérna heima ætti að skríða yfir 22°C loksins!

Comments are closed.