Jólainnkaup

Morguninn fór í að aðstoða Kidda “Bake” í afritatöku, svona áður en hann fer að skipta um stýrikerfi.

Fórum í áttræðisafmæli Ömmu Böggu (amma Sigurrósar) í dag, þar var margt manna mætt að óska hinu hressa afmælisbarni til hamingju.

Í kvöld fórum við Sigurrós svo í Kringluna um áttaleytið, áttum eftir að kaupa þrjár gjafir, og tók það ekki klukkutíma, enda búin að ákveða nokkurn veginn hvað átti að kaupa. Þess má geta að ég hef haft það nokkuð náðugt í jólaundirbúningnum þar sem Sigurrós hefur séð um all flest sem gera þurfti, enda í jólafríi í skólanum. Þetta er stór plús við það að eiga svona betri helming :p

Í Kringlunni kinkuðum við Konni svo kolli, báðir í eftirdragi okkar betri helminga, á leiðinni út mætti ég svo Eggerti “Shawn Kemp” og í 10-11 hitti ég svo vinnufélaga minn. Sigurrós sýndist það augljóst að fyrst núna væru karlarnir farnir eitthvað að kaupa inn fyrir jólin.

Comments are closed.