Netsamband við útlönd er búið að vera óþolandi í dag. Þetta er vegna þess að önnur af tveim aðalumferðaræðum Íslands datt út í níunda sinn á árinu vegna bilana í Skotlandi.
Farice er sumsé sá nýrri af tveimur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn en virðist eiga mjög erfitt með að hanga uppi.
Ef það eru ekki togarar að tæta hafsbotninn í sundur og sæstrengi með, þá er það eitthvað handónýtt dót í Ameríku (þangað sem Cantat-3, hinn sæstrengurinn liggur) eða Skotlandi sem kippir okkur úr sambandi.
Dagurinn hefur því farið í innanhúsmál, geisladiskasafnið er nú að hlaða sér upp í kössum og á hörðum drifum. Áætlaður tími: 100 klukkutímar.