Sprettigluggi

Er núna að þýða TinyMCE yfir á íslensku.

Það eru til ýmis íslensk tækniheiti sem maður notar lítið, eins og bilslá (space á lyklaborði).

Sum orð eru bara það sniðug að maður ætti samt að temja sér notkun þeirra, til dæmis sprettigluggi (popup) og þumla (thumbnail). Ekki alveg eins viss með frosning.

Blogg er þarna þýtt sem raus og bloggarar rausarar. Sjálfur held ég dagbók og er því ekki rausari!

Sjá nokkur orð frá tölvuorðanefnd sem og orðabankann.

Comments are closed.