Eftir rúm fimm ár hef ég loksins uppfært dagbókargræjuna mína þannig að ég sjái feitletraðan texta sem feitletraðan en ekki sem <b>kóða</b>, og svo framvegis.
Tilefnið eru ástarfundir mínir með TinyMCE sem Egill kynnti mig fyrir.
Vefumsjónarkerfið sem aðrir íbúar nota var í áttina, þar gátu þeir sett inn tengla, myndir, feitletrun og fleira á svipaðan hátt og í Word, en núna, þegar ég uppfæri hjá þeim, mun þetta batna til mikilla muna, sérstaklega hvað myndir varðar, en þær voru helsta vandamálið hingað til.