27% launahækkun seðlabankastjóra nú um daginn var varin með þeim rökum að þær væru nauðsynlegar til að halda hæfu starfsfólki.
Vissulega eru störf hjá ríkinu oft skammarlega illa borguð og þarf að klína ógreiddri yfirvinnu á þau til þess að eiga minnstu von á að hafa menntað fólk í vinnu.
Hins vegar eru þessir bankastjórar með rúmlega milljón á mánuði og að auki yfirleitt aflóga stjórnmálamenn!
Hvaða einkabanki er það sem sækir svona fast að því að ráða Davíð Oddsson eða aðra (fyrrverandi/núverandi/tilvonandi) seðlabankastjóra? Er þetta ekki rakalaus afsökun fyrir því að moka meira af skattpeningum okkar í vasa þeirra sem að eru líklega einu menn Seðlabankans sem hafa yfirdrifið nógan tíma til að naga blýanta!
Ég held að þessum milljónum sem þarna er kastað í pólitíska gæðinga væri betur varið í neðri þrepum launastiga ríkisins, og reynt að halda hæfu fólki í störfum þar sem þeirra er þörf.