Watley og Sudoku

Watley Review (sem Baggalútur virðist hafa notað sem fyrirmynd) eiga verulega góða spretti í dag:

Fyrir þá sem hafa ekki áttað sig á því, þá eru Watley Review og Baggalútur nokkurs konar ekkifréttastofur. Birta ýmist sína eigin útgáfu af fréttum núlíðandi stundar, eða bara eitthvað algjörlega uppspunnið.

Við hjónin höfum verið að prufa leik sem að fór, og fer kannski enn, sigurför um heiminn og nefnist Sudoku. Áhugavert, en gæti reynst of mikill tímaþjófur.

Comments are closed.