5, 6 og 30 ár!

Þá er dagbókin orðin 5 ára, sem þýðir að ég er þrítugur í dag. Fyrir forvitna þá er þetta færsla 1283 í dagbókinni.

Skutumst á Selfoss í dag þar sem við mættum í 6 ára afmæli Odds og fengum kökur.

Heima var svo kvöldmatarboð með foreldrum mínum, bræðrum og ömmu.

Fínasti dagur, nema hvað veðrið í dag dró niður meðaltal 14. ágústs sem besta dags sumars. Sökum annríkis verður afmælispartýið að bíða í nokkrar vikur eða mánuði. Meira um það síðar.

Comments are closed.