Flott lyklaborð

Rakst á þessi skemmtilegu lyklaborð, mér finnst ErgoDex mjög spennandi valkostur fyrir sértæk verkefni þar sem er verið að nota ekki mjög marga takka en mjög oft.

Svo er verið að þróa stórsniðugt lyklaborð sem heitir Optimus þar sem takkarnir eru skjáir (LED) sem sýna hvað gerist þegar ýtt er á þá, skoðið myndirnar á síðunni til að sjá þessa snilld.

Optimus minnir mig reyndar á skissur frá því í desember 2003, sem ég gerði í Notendahönnun, þar áttum við að gera altæka fjarstýringu (universal remote) sem dygði á allar heimilisgræjurnar, mín útgáfa var með ljóstökkum (LED) sem breyttu um “andlit” eftir því hvaða tæki var verið að stjórna, hvort sem það var sjónvarp eða myndbandstæki og svo framvegis. Náskylt Optimus alveg, þeir gera bara flottari skissur 🙂

Svo er hægt að fara alveg í hina áttina og fá sér lyklaborð sem er alveg svart (Das Keyboard) eða alveg hvítt (HHKB Blank Key Top). Við sem kunnum fingrasetninguna yrðum ekki í vandræðum með þetta, en þeir eiga bara ekki Natural útgáfur (þar sem lyklaborðið svignar og stafaborðinu er tvískipt) sem er lífsnauðsynlegt fyrir mig.

Comments are closed.