Lífdagar Mözdunnar lengdir

Allur dagurinn fór í lífgunartilraunir á Mözdunni, hún er núna í betra formi en hún hefur verið í fleiri fleiri vikur, starfhæfir demparar komnir undir báðum megin að aftan, en slíkt hefur ekki verið til staðar lengi.

Þakkir fyrir að koma fáknum mínum aftur á götuna fá pabbi allsherjarreddari og vinnuhestur, partasalinn sem að gaf sér tíma frá fjölskyldunni á laugardegi til að selja mér (svolítið dýra) dempara, Ársæll fornbílakall sem að mætti á sunnudegi með suðugræjurnar og sauð demparahúsið aftur á bílinn (ætti að duga eitthvað) og Haukur bróðir fyrir aðstoð.

Mazdan endist enn, ryðið er farið að sækja hart á undirvagninn en vonir standa til þess að hún endist veturinn.

Í skóinn minn: Empire Earth, verst að ég er hættur að fá í skóinn.

Comments are closed.