Hornið

Fórum á Hornið í kvöld með hópi úr Kennó sem var að fagna próflokum (allflestra en ekki allra þeirra). Núna vorum við niðri, umhverfið er svona sæmilega kósý en hátíðnisuðið í einhverjum kælum þarna fór langt með að eyðileggja allt. Maturinn var ágætur, þjónustan allt í lagi.

Hef alveg sofið á Alþingisvaktinni sem ég ætlaði að halda uppi, en sé að Hrafnkell er vel með á nótunum. Ég hélt annars endilega að þetta væri nú þegar löglegt, brugg til einkanota?

Svo er gaman til þess að vita að við séum núna eitt hlýjasta land Evrópu.

Comments are closed.