Grey Mazdan mín 323 frá 1987 hefur verið minn þarfasti þjónn undanfarin 8 ár. Eftir að hafa glímt í 3 tíma við einn skrúfbolta sem að var fastur á versta stað komumst við pabbi að því að smellurinn mikli sem að ég heyrði í gær, var sumsé þegar að boddíið á bílnum hrökk í sundur í demparahúsinu (sumsé bak við vinstra aftursætið er gat í gegn), ryðið búið að safnast fyrir og bilaður dempari og gormar búnir að leggja enn meira álag á þennan hluta undanfarið.
Þessi 5 tíma törn varð því frekar árangurslaus hjá okkur feðgunum, á morgun á hins vegar að sjóða í þetta gat þannig að það endist eitthvað aðeins lengur. Ég er byrjaður að svipast um eftir öðrum bíl, þeir eru bara svo slæm fjárfesting að manni svíður það að þurfa að borga fullt af peningum fyrir þá (svo ekki sé minnst á TUGI þúsunda á ári í tryggingablóðsugurnar).