En það er ekki föstudagurinn þrettándi…

Ekki var þetta glæsilegur föstudagur. Á leiðinni heim úr vinnunni heyrðist þessi þvílíki hvellur þegar ég beygði út af bílastæðinu, og ég keyrði löturhægt það sem eftir var heim, enda brakaði í öllum bílnum. Demparinn loksins búinn að gefa sig, og ekki enn búið að finna varahlut eftir margra vikna leit. Heima biðu svo mín tvö bréf, annað var frá tollinum sem að trúir ekki reikningnum upp á 0 pund sem að Amazon sendi (voru að senda bók í stað gallaðrar sem ég fékk) né orðum mínum um þetta, hitt bréfið var svo rukkun fyrir fullt nám við HR þó ég sé bara að fara í hlutanám þessa önn. Og enn vill flísin ekki út.

Einn ljós punktur þó, Mike sendi mér Grim Fandango-diskinn (tónlistin úr leiknum frábæra) sem jólagjöf og fékk ég hann í kvöld.

Áhugavert lesefni:

  • Peres hryllir við hernaðaraðgerðum Sharons
  • Comments are closed.