Dekurkvöld

Þessi endalausi akstur á Reykjanesbrautinni verður pínu þreytandi, stoppaði ekki nema kortér núna áður en ég hélt til baka, um 90 km akstur samtals fyrir kortérsvinnu… jæja.

Sigurrós steikti handa okkur ungnautakjöt, við fengum okkur ensku ostatertuna sem að var sæmileg síðast, og svo var nammi og popp á meðan að horft var á Bug’s Life á DVD (tekin á bókasafninu), en það er einmitt myndin sem við fórum á, á fyrsta (og eina) stefnumótinu okkar.

Comments are closed.