Desemberuppbót þingmanna

Kjaradómur hækkar laun á hverju ári. Mig minnir endilega að í Kjaradómi situr fólk sem hækkar jafnframt sín eigin laun með þessum hækkunum!

Laun ráðherra og forseta hækka
Kjaradómur hefur ákveðið að hækka laun forseta Íslands, ráðherra, þingmanna, dómara og annarra sem falla undir dóminn um þrjú prósent um áramótin. Laun þeirra hækkuðu síðast í maí á síðasta ári. Samkvæmt ákvörðun Kjaradóms hækka laun forseta Íslands upp í rúmlega eina og hálfa milljón króna á mánuði, laun forsætisráðherra hækka upp í um 900 þúsund krónur og laun annarra ráðherra verða um 800 þúsund krónur. Þá fá þeir einnig sextíu og þrjú þúsund krónur í desemberuppbót. (src)

Fyrir mörgum þeirra er þingmennskan bara enn eitt embættið, spyrjið bara ráðherrana, borgarfulltrúana, bæjarstjórana, forseta bæjarstjórna og ég veit ekki hvað og hvað.

Komandi stjórnarskrárbreytingar þurfa að taka á þessu, þingmenn eiga ekki að sitja mörgum megin við borðið og eiga að auki að einbeita sér að því starfi sem þeir voru kjörnir til, það á ekki að vera enn eitt aukastarfið þeirra.

Væri reyndar áhugavert að sjá tímaskýrslur þeirra, minnumst þess að margir þingmenn eru of uppteknir í hinum störfum sínum til að mæta á þingfundi.

Comments are closed.