Örlög Glenn Millers, Google og bókasöfnin og fleira

Já, svo virðist sem að Glenn Miller, sem margir tónlistarunnendur kannast við, hafi verið sprengdur í loft upp af Bandamönnum á leið sinni yfir Ermasundið.

Google var með stórtíðindi um helgina, Google joins forces with libraries. Þetta er svipað verk og er á bakvið Tímarit.is nema bara mörgum sinnum stærra!

Framtíðardraumurinn hjá mér hefur verið að maður geti slegið inn nafn einhvers einstaklings í leitarvél og fengið upp leitarniðurstöður á við blaðsíður í tímaritum og dagblöðum þar sem hann hefur komið við sögu (þegar virkt að stórum hluta á timarit.is), bækur um og eftir hann og myndir og myndbrot sem honum tengjast ásamt fleira efni. Þessi framtíð færist sífellt nær og þátttaka Google í því er stórt spark í rassinn.

Svo má auðvitað aðeins panikka yfir því að hvert einasta orð sem maður hefur látið falla eða látið falla um mann finnist ekki bara á vefsíðum (eins og er núna þegar einhver er “googlaður”) heldur einnig í öðrum miðlum. Friðhelgi einkalífsins verður sí erfiðari og mikilvægari.

Niðurstöður þessarar rannsóknar: Deadline Pressure Raises Heart Attack Risk: Study, koma varla mjög á óvart en eru samt alvarlegri en ég bjóst við.

Comments are closed.