Hafragrautur, meyjarsamloka og grjótnám

Skrifað undir nýjan kjarasamning kennara í dag en það vekur reyndar nokkra furðu þar sem þetta virðist vera miðlunartillagan sem var felld með 93% atkvæða nema hvað hækkun vegna potta verður 3 í stað 2.5 og eingreiðslan hækkar örlítið. Engu líkara en að kennaraforystan sé dauðhrædd um að gerðardómur muni gera enn verr fyrir kennara en þetta rusl.

Svínbeygingarhótunin sem lögin fela í sér með fyrirmælum til gerðardóms greinilega að virka. Svona gera menn ekki! Nú er spurning hvort að kennarar taki þessari afsmán eða treysti á happdrætti svínbundins gerðardóms.

Magnað að stétt sé bundin af kjarasamningum óskyldrar stéttar í sínum samningamálum eins og lögin kveða á um. Þetta getur varla staðist vinnuréttindalög?

Jæja, þetta er álíka rugl og Maríu mey samlokan (sjá einnig hér).

Grein í Wired um menn sem virðast hafa verið að spila EVE! Grjótnám er meðal stærstu atvinnuvega þar.

Comments are closed.