Þingskjal númer 353 frá árinu 2004 er ekki ýkja orðmargt. Þetta eru lög sett á verkfall grunnskólakennara. Í þeim er að finna magnaða klausu sem ég veit ekki til að hafi sést áður í lögum sem sett hafa verið gegn verkfalli.
Við ákvarðanir um laun félagsmanna skv. 1. gr. og önnur starfskjör þeirra skal gerðardómurinn einnig hafa hliðsjón af kjörum þeirra sem sambærilegir geta talist að menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð en jafnframt gæta þess að stöðugleika efnahagsmála og forsendum annarra kjarasamninga sé ekki raskað.
Við þessu er afar einfalt útspil. Ég ætla nú að athuga hvort vinnuveitandi minn geti ekki gert við mig kjarasamning sem gengur út á það að ef að laun kennara verða ekki 200 þúsund krónur hið minnsta, raski það samningi mínum.
Það eru ekki margar stéttir sem fá svona skít hraunað yfir sig, en eins og Ásmundur sagði sjálfur “þetta er jú bara kvennastétt” og eins og Davíð sagði í þætti í gær “er svo mikil karlremba” þá er þetta kannski ekki ýkja undarlegt.
Íslendingar eru allt of duglegir að láta opinbera starfsmenn og pólitíkusa komast upp með þvætting sem að myndi leiða til uppsagnar þeirra í flestum ríkjum Vestur-Evrópu. Á Íslandi þurfa þeir hins vegar ekki einu sinni að biðjast afsökunar heldur yppa öxlum og segja “svona er þetta”.
Hver sá sem tekur “svona er þetta” sem góðu og gildu svari á næstum því skilið að fá útreiðina sem hann fær.
Enda þetta á fréttum úr hipp-hopp heiminum þar sem þeir eru orðljótari en við eigum að venjast, en kunna líka stundum að afsaka sig ólíkt okkar “háu” herrum og frúm. ODB var annars sá meðlimur WTC sem var með bestu tónlistina.