Eurotrip & Minority Report

Stundum þarf maður bara að reyna að gleyma því að lygarar og morðingjar sitja við völd á Íslandi, svo ekki sé minnst á erlenda brúðustjórnendur þeirra.

Því horfðum við á Eurotrip í gær sem reyndist hin besta skemmtun, samansafn af skondnum atriðum með húmorinn í lagi. Fínt til að aðeins kitla brosvöðvana sem hafa lítið getað aðhafst undanfarnar vikur.

Í dag var það svo meðmyndin sem nefnist Minority Report. Öðruvísi mynd með áhugaverðum pælingum, myndir úr hugskoti Philip K. Dicks standa oftast feti framar. Nóg er eftir af sögum hans sem ekki er búið að kvikmynda.

Comments are closed.