Það er svo sem margt annað að gerast í heiminum en kennaraverkfallið, verð þó að smella einum tengli á Erling þar sem hann spáir í hvernig kjaradómur fór með kennara. Fyrir 1984 sá kjaradómur um að ákvarða laun kennara og því komust þeir ekki í verkföll, er ekki alveg að átta mig á þeim sem segjast hafa lent í verkföllum fyrir 1984? Ég var nú í yngri kantinum þarna þannig að ég man voða lítið en hef ekki tiltækar heimildir um kennaraverkföll fyrir 1984?
Kíkjum til Ameríku, þar er allt að verða vitlaust vegna jesúlegrar myndar af Bill Clinton. Flott andsvarið neðst í fréttinni frá listamanninum, snart mitt guðlausa hjarta.