Betraból útgáfa 2

Í dag fluttum við í útgáfu Betrabóls númer tvö. Meðal breytinga frá útgáfu eitt má nefna:

  • gestaherbergi
  • súð skorin burtu
  • svalir tvöfaldaðar
  • eldhús endurbætt
  • þvottahús fært upp um 3 hæðir
  • geymsluplássi breytt umtalsvert
  • auðveldur aðgangur að ruslatunnum
  • yngt upp um 40 ár
  • útsýni margfaldað
  • flutt í Kópavog

Við þetta má bæta ýmsu en ætli það verði ekki gert seinna.

Það var úrvalslið sem stóð með okkur í þessu í dag og síðustu daga og fá allir okkar allra bestu þakkir fyrir málningarvinnu, flutninga og aðra aðstoð.

Skýst núna með tilkynninguna til Hagstofunnar.

Comments are closed.