Fyrsta nóttin

Fyrsta nóttin að Betrabóli (2) var fín, við vorum bæði örmagna þannig að birtan sem skein inn um blúndugardínurnar, sem eru í svefnherberginu um sinn, truflaði okkur alls ekki.

Í dag var flutningum svo haldið áfram og nokkrar ferðir farnar með minni búslóðarhluti auk þess sem Guðbjörg og Magnús kláruðu málningarvinnuna.

Nýja vinnuherbergið er í endurskoðun, skrifborðið mitt sem passaði fínt á Flókagötunni er nú algjört skrímsli í Arnarsmáranum og þurfum við því að losa okkur við það (1 árs úr Hirzlunni, 180 cm breidd x 80 cm dýpt x 75cm hæð með lyklaborðsskúffu).

Þurfum að finna einhverja skemmtilega lausn á skipulagi þar.

20 mínútum fyrir leik kvöldsins var ég enn bara með snjó í sjónvarpinu mér til mikillar skelfingar, ég var með varaáætlun ef illa færi en sem betur fer náði ég loks mynd 15 mínútum fyrir upphaf leiks.

Fínt að fá Portúgalina áfram, Hollendingarnir eru búnir að vera eitthvað andlausir greyin og vantar einhvern inn á völlinn sem sparkar þá áfram, svipað og Nedved gerir hjá Tékkunum.

Comments are closed.