Rennt yfir allt

Á meðan að ég var í vinnunni mætti vinnuflokkurinn í Arnarsmárann og hélt þar áfram að mála. Þegar ég kom loks upp úr kvöldmatarleyti eftir smá reddingar hérna á Flókagötunni var allt nema gangur og eldhús tilbúið sem er glæsilega að verki staðið.

Það var svo klárað nú í kvöld.

Það er svipað og síðast, ég mæti á staðinn þegar hinir eru búnir að mála fyrir mig, hef samt alltaf mjög góðar afsakanir!

Fleiri stórtíðinda er að vænta á morgun.

Tengill dagsins sýnir fram á að sjónvarp dregur úr svefnhormónum þannig að það er svo sannarlega (samkvæmt þessu) skaðvaldur þegar kemur að svefni.

Comments are closed.