Eitt af lykilatriðunum þegar stórmót í knattspyrnu er haldið er að heimaliðinu (stundum liðunum) gangi vel. Það pumpar upp alla stemmninguna í kringum atburðinn og gerir atburðinn enn ánægjulegri. Þess vegna var ég feginn að sjá að Portúgalir komust áfram á EM 2004.
Stemmningin í Frakklandi stigmagnaðist 1998 þegar ég var þar á HM, eftir hvern leik sá maður stemmninguna magnast og hámarki náði hún auðvitað eftir sigurleikinn þegar milljón manns (bókstaflega!) safnaðist saman á Champs Elysées og fagnaði þar titlinum.
Knattspyrna er stærsta íþrótt heimsins, það er bara svo einfalt. Þátttakendafjöldi er meiri í einstaka öðrum greinum en þegar kemur að EM eða HM þá eru það bara ólympíuleikarnir sem komast nálægt þeim hvað áhorf og vinsældir og áhrif á almenning um heim allan varðar.
Ég elska svona.