Asimov og ruslpóstur

Í dag var boðið upp á ís og súkkulaðisósu í vinnunni í tilefni sumarsins. Ég hef gefist upp á ísáti, þetta er voðalega gott en mjólkuróþolið vegur bara meira þannig að ég tölti út á Select og fékk mér frostpinna.

Í tilefni af því að verið er að gera mynd eftir smásagnasafni Isaacs Asimov, “I, Robot” spjallar Wired við leikstjórann (sem gerði meðal annars Dark City) og birtir greinarstúf um Asimov. Frábærar sögur, hef lesið þær flestar eins og nokkurn veginn allir sem eitthvað hafa kíkt í sci-fi geirann.

Blindir notendur lenda heldur illa í ruslpóstinum, þeir þurfa að hlusta á forritin lesa upp titil hvers einasta bréfs, og það tekur tíma.

Comments are closed.