Alveg dæmigert að menn ætli sér að sleppa létt frá skyldum sínum og kenni svo tölvum um “mistökin”. Samkvæmt samkomulagi sem tónlistarútgefendur gerðu áttu þeir að sjá bókasöfnum í Bandaríkjunum fyrir talsverðu magni af tónlist, þeir leystu málið með því að tæma lagerana af diskum sem enginn nennti að kaupa og sendu svo bunkana í bókasöfnin, allt upp í 50 eintök af sama disknum. Sjá þessa frétt. Svo þegar hjólað er í þá fyrir þetta lúabragð þá er þetta víst “villa í forritinu”.
Trúi því þokkalega…. ekki.