Fórum í dag í brúðkaup Báru og Jón Grétars sem var borgaralegt brúðkaup í Njarðvík.
Þetta tókst vel til hjá þeim og við óskum þeim innilega til hamingju.
Eini ljóðurinn var sá að hljóðfæraleikararnir mættu hálftíma of seint og töfðu því athöfnina sem því nam sem þýddi svo að ég missti af fyrstu 25 mínútunum af Holland – Tékkland sem voru víst einhverjar þær bestu á EM!
Djöfulsins helvítis dónaskapur hjá þessum lúðum, grey brúðhjónin og grey ég!