Steggurinn eini

Hérna við Þjóðarbókhlöðuna hefur tekið sér bólfestu einn andarsteggur sem syndir um síkin sem eign sína. Einstaka sinnum fær hann tvo félaga sína í heimsókn og þeir hanga hérna sem mest þeir mega, enda fáir svalari staðir til.

Af og til líta dömur við í heimsókn til aðalsteggsins, ég gekk fram á eina slíka þar sem hún trítlaði á undan honum og dillaði rassinum framan í hann. Ég ákvað að ganga rösklega fram hjá enda fátt verra en að eyðileggja sénsa fyrir öðrum. Ég ákvað að líta ekkert til baka þó einhver hljóð hefðu borist frá þeim.

Comments are closed.