Kjarabaráttan

Sigurrós er nú öll að koma til í pólitíkinni og birtir í dag bréf sem hún fékk sent þar sem bent er á hvers konar svíðingsverk samninganefndir eru að reyna að framkvæma á kennurunum.

Ég hef ekki hvikað frá þeirri stefnu minni að launaháar stéttir eigi að vera þær sem eru samfélaginu langmikilvægastar, þetta eru kennarar, læknar og annað hjúkrunarfólk. Heilsa og menntun eiga að vera frumréttur manna.

Núverandi ríkisstjórn telur hins vegar “virðingu” Íslands mikilvægari en gera sitt allra besta til að gera hana sem minnsta með fáránlegum aðgerðum sínum og taglhnýtingshætti. Burt með þessar kínversku sendiferðir og sendinefndir, inn með mannsæmandi laun fyrir mikilvægustu starfstéttir hvers samfélags.

Comments are closed.