Já Björn Bjarnason. Við lifum í lýðræðisríki. Að halda að þingræði geri mann stikkfrían í fjögur ár er mikill misskilningur að mínu mati.
Forsetaembættið hefur alltaf pirrað mig, sameiningartákn hvað? Er Ísland ekki nógu fallegt til að sameina okkur?
Þetta hefur alltaf verið bara stimpilembætti sem er að auki mörgum sinnum dýrara en önnur stimplaembætti. Það að fyrri forsetar hafi aldrei sett sig á móti sitjandi stjórnvöldum og lögum þeirra og að það sé HEFÐ fyrir því að forsetinn sé puntudúkka, þetta hefur pirrað mig ósegjanlega.
Forsetaembættið skal gjöra svo vel og gera eitthvað gagn og það gerði það í dag þegar forsetinn vísaði meingölluðu hatursfrumvarpi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Synd að þetta ráð var ekki notað í fyrri allsvakalega umdeildum málum.
Þetta er sigur lýðræðis ráðherrar, ekki tap þess. Lýðræðið á að vera lifandi en ekki einhver uppvakningur sem fær að opna augun á fjögurra ára fresti og búið.