Afslappelsi á Selfossi

Eftir fjör gærdagsins var sofið vel frameftir í dag.

Við örkuðum svo af stað til að ná í bílinn en á sama tíma og ég var að steggja var Sigurrós að gæsa.

Eftir smá matarstopp var stefnan svo sett á Selfoss þar sem góðar veitingar biðu okkar hjá tengdó og Hauki sem eru nýkomin til landsins.

Við snæddum grillmat ásamt Guðbjörgu og Magnúsi, á eftir fylgdi að sjálfsögðu eftirréttur enda getur tengdó ekki verið þekkt fyrir annað en að ofala gesti sína.

Sátum svo og spjölluðum eitthvað frameftir áður en við Sigurrós héldum heim.

Sem betur fer voru engir svona vitleysingar í umferðinni.

Þurfti svo aðeins að leiðrétta leiðinlegan og algengan misskilning í dag í athugasemd við þessari færslu Gulla. Það er frekar lélegt að vera ósáttur við að vera á ímyndarkynningu þegar þú mætir á ímyndarkynningu, ef texti auglýsingar HR er misvísandi er það leiðinlegt en allir innan HR vita um hvað þessar lokakynningar snúast, og þær eru ekki fræðilegar.

Comments are closed.