Land persónufrelsis (sem á reyndar ekki við) og lýðræðis (ekki alveg, einhver heyrt um Allende og Pinochet í Síle svo dæmi sé tekið?) hefur nú á hreint frábæran hátt náð að þurrka út fleiri fréttamenn en dæmi eru um síðustu áratugi.
Þessir sómamenn hafa líka náð að slátra íröskum borgurum (sem og öðrum) af miklum móð og eru svo voðalega leiðir yfir því að vera svona vondir og vitlausir en halda áfram samt.
“In the most serious incident, the Afghan Government said 48 civilians – mostly women and children – were killed and 117 injured when a US AC-130 plane opened fire on a wedding party.
A US investigation concluded that the air crew were justified in attacking because they had come under fire.” (src)
Í dag eru svo aðalfréttirnar að hermenn Bandaríkjanna eyða styttum af Saddam og gera loftárásir á matsölustað þar sem grunur lék á að Saddam væri. Tugir óbreyttra matargesta féllu en ekkert er vitað um Saddam.
Ég sem hélt að farið hefði verið út í stríðið vegna gjöreyðingarvopna sem Írakar áttu (en hafa ekki fundist), nei… auðvitað var það til að fella Saddam Hussein! Æ æ æ, þessir Bandaríkjamenn eru orðnir svo margsaga í þessu að enginn man hver síðasta afsökunin fyrir stríðinu var. Hins vegar leikur ekki vafi á raunveruleikanum, þeir hafa drepið hundruð saklausra manna og segjast vera voða leiðir yfir því en svona sé stríð.
Má ég biðja næsta mann sem segir að mannfall óbreyttra borgara sé óhjákvæmilegur fylgifiskur stríðs, sem hann styður, vinsamlegast að fórna sér í þágu einhvers sakleysingjans. Fyrst að stríðið er svona réttlátt að það réttlæti dauða sakleysingja þá hlýtur að vera minnsta málið að fórna sjálfum sér fyrir málstaðinn og lífi einhvers sakleysingjans. Hvað segið þið annars, Björn, Davíð, Halldór og allir hinir sem styðja “réttlátt” stríð? Hvenær ætlið þið að bjóðast til þess að fórna börnunum ykkar eða sjálfum ykkar á altari hins réttláta stríðs?
Aldrei. Þessir menn eru pappírpésar.
Næsta innrás verður í beinni útsendingu frá Sýrlandi, Rumsfeld segir að þeir séu eitthvað með puttana í Írak og það er auðvitað ekki liðið.