Spurningin sem ég er að velta fyrir mér þessa dagana er hvort ég eigi að gerast félagsmaður í tvennum samtökum.
Annars vegar er það Femínistafélagið en ég hef verið á póstlista þar undanfarið.
Hins vegar er það Samfélag trúlausra.
Ég hef reyndar forðast þátttöku í félagasamtökum síðan að ég sá villu míns vegar fyrir 7-8 árum síðan. Hef svo sem ekki mikinn tíma þessa dagana til annars en að senda einstaka tölvupóst þannig að þátttaka mín yrði fyrst um sinn aðeins táknræn.
Þetta er að gerjast.
Próf í morgun, gekk rétt svo þokkalega, vil fá að minnsta kosti 8 þannig að ég fer bara í endurtekt ef mér gekk ekki nógu vel. Smá metnaður svona seinni hluta skólagöngunnar.
- Áhugavert:
- No shock, no awe: It never happened