Í dag eru komin fjögur ár hjá okkur Sigurrós.
Prófið í dag gekk þokkalega, gæti meira að segja náð! Bíð rólegur eftir dómsorðinu.
Innrásin stendur enn yfir í Írak. Árásaraðilarnir eru misgrimmir, Bandaríkjamenn virðast mun byssuglaðari en Bretarnir enda flestir yngri og óreyndari en hinir. Fréttamenn láta lífið unnvörpum, flestir af völdum Bandaríkjamanna, nú síðast bombuðu þeir skrifstofu sjónvarpsstöðvarinnar al-Jazeera og skutu á hótel sem hundruð blaðamanna búa á og drápu þar ljósmyndara Reuters.
Það er líka björt framtíðin hjá æskunni sem verið er að frelsa, eða þannig.
- Áhugavert:
- Quiz champ hits at trial furore
- UFO was … a cat