Monthly Archives: February 2003

Uncategorized

Hvaða hægra heilahvel?

Fékk niðurstöðu úr 0-5% prófinu sem ég tók fyrir 2 vikum minnir mig. Eigum við ekki að segja að þetta verði 0%, árangurinn ekki jafn glæsilegur og vonast var eftir. Annar séns á föstudaginn þegar prófið verður 0-10% (ef að maður nær hærri einkunn í lokaprófi en þessum tveim prófum detta þau út og lokaprófið gildir meira).

Í dag var dagur vinstra heilahvelsins, stjrál stærðfræði, því næst tölvusamskipti og svo slagur við PostgreSQL sem vill ekki raða íslensku rétt þegar að hún er á Unicode formati. Hægra heilahvelið fór aldrei í gang, ég var ekki einu sinni fær um að henda kjöti á pönnu og elda fyrir okkur.

Knattspyrna er sómaíþrótt, hvað svo sem sumir segja. Nú er yfirmaður hersins í Tælandi að fá hershöfðingjana í það að spila fótbolta, 50-60 ára karlarnir. Þetta á að vera þeim til heilsubótar.

Það fer ekki hátt um þingmenn í Bandaríkjunum sem eru ekki að gala eins og graðir hanar að fara í stríð. Robert Byrd segir:

To engage in war is always to pick a wild card. And war must always be a last resort, not a first choice. I truly must question the judgment of any President who can say that a massive unprovoked military attack on a nation which is over 50% children is “in the highest moral traditions of our country”. This war is not necessary at this time. Pressure appears to be having a good result in Iraq. Our mistake was to put ourselves in a corner so quickly. Our challenge is to now find a graceful way out of a box of our own making. Perhaps there is still a way if we allow more time.

(src)

Já, Berlínarmúrinn hrundi og var tákn nýrra tíma. Nú ætla Ísraelar að smella upp Betlehemmúr, kannski það fari svipað fyrir þeim, hann falli á jafn táknrænan hátt og jafnvægi komist á, það verða kannski 30 ár í það líka.

Þess má geta að undirritaður getur tekið að sér viðgerðir á BlogSpot síðum, taki þeir það til sín sem eiga það fari svo að þeir eigi hér leið hjá.

Uncategorized

Hjálp, ég minnkaði

Það er bara það, Unnur er búin að stela herðunum af mér, hún hélt að ég væri herðabreiður en fannst það greinilega ekki. Og ég sem hef fengið spurningar frá kvenfólki hvort að ég sé nokkuð með axlapúða þar sem ég er herðabreiður! Ég verð bara að vera teinréttur í baki næst, það er mér huggun að inni í mér er ég hávaxinn! Jæja, eins gott að ég er búinn að finna mér konu fyrst að aukakílóin eru búin að minnka mig á flesta vegu.

Átakið “í sparifötin fyrir jólin” fær nú spark í rassinn, aðeins 10 mánuðir til stefnu.

Áhugavert:

  • Sex ed as art film
  • Uncategorized

    Lær-dómsdagur

    Las í gær í skólabókinni og í dag hlustaði ég og horfði á alla fyrirlestrana sem hafa farið fram. Þetta fag reynist vera mjög spennandi að mínu mati, það er þá bara vonandi að maður standi sig vel í 25% prófinu á morgun.

    Það er búið að upplýsa gabb sem var gert fyrir 70 árum, eitthvað ígidi hrekkjalómafélags sagnfræðinga sem stóð fyrir því og fóru svo illa með félaga sinn að þeir þorðu ekki að láta hann vita þannig að hann fór í gröfina haldandi það að hann hefði í alvöru fundið merkan forngrip. Göbbin eru til að varast þau.

    Uncategorized

    Væmið partý og kökuboð

    Í gærkveldi litum við inn hjá Bjarna og Unni sem buðu okkur í væmið valentínusarpartý. Þar hitti ég Hrafnkel, minn gamla bekkjarfélaga og meðútgefanda. Aðrir á svæðinu voru meðal annars Sonja, Inga, Heiða, Már, Stína og Logi, Logi, Kristján og Stella og Ágúst. Svo voru það allir hinir. Fórum frekar snemma þar sem að dagurinn í dag er þéttskipaður.

    Í dag héldum við kökuboð og buðum Elísabetu með Erni Þór og Gústa og Fribbu með Sigurgeir og Þórnýju. Þau stoppuðu í tæpa þrjá tíma sem var aðeins lengra en reiknað var með enda leiðinlegt að sleppa svona sómafólki út 🙂

    Annars hefur dagurinn farið í lærdóm, 25% próf á mánudaginn. Ekki seinna vænna en að byrja að lesa námsefnið.

    Í Washington DC er nú enginn pólitíkus eða skriffinnur meðal jafningja nema að vera með eigin lífverði, nokkuð sem hingað til hefur ekki tíðkast en nýtur nú geysilegra vinsælda. Rumsfeld karlinn virðist reyndar vera að sniðganga reglur með því að fá hermenn til að gæta sín en hann hefur nú sjaldnast sett reglur og lög fyrir sig karlinn.

    Uncategorized

    Bók er betri en súkkulaði

    Mér tókst að gleðja konuna í dag og meira að segja aðra til. Nokkuð sáttur með það, er yfirleitt ekki mikið að fylgjast með þessum hátíðisdögum né virkur þegar þá ber upp.

    Ástandið á öðru sviði lítur aðeins betur út en í gær. Fundur í dag lofaði góðu.

    William Gibson er snilldarrithöfundur, hann var tekinn í viðtal af Salon í tilefni af nýrri bók hans, Pattern Recognition sem gerist ekki í framtíðinni eins og í fyrri bókum hans, heldur 2002.

    Nú er búið að lóga Dolly, einræktuðu kindinni. Hún var orðin það hrum greyið aðeins sex ára að aldri að þeim fannst ekki stætt á öðru. Klónun er ekki enn vænlegur valkostur á meðan að ekki er búið að leysa vandamálið að klónin fæðast jafnöldruð upprunalega eintakinu.

    Uncategorized

    Greiningarskýrsla og Júgóslavía

    Skiluðum greiningarskýrslunni okkar inn í dag. Verkefnið ber nú heitið DMC (Dynamic Module Controller) sem er mjög vítt hugtak enda á þetta að vera mjög fjölhæf græja. Skýrslan lítur vel út að okkar mati og mjög þétt. Mjög sátt með þetta.

    Júgóslavía er ekki lengur til. Serbía og Svartfjallaland eru þess í stað nú í lauslegu samstarfi. Blashko Gabric er ekki par ánægður með að Júgóslavía hans Títós sé horfin og hefur því nefnt þrjá hektara af landi sínu Júgóslavíu og hefur veitt fólki ríkisborgararétt þar og skipað sjálfan sig forseta.

    Þessi skopmyndasaga gæti vel verið framtíðarsýn á jarðarför mína :p

    Uncategorized

    Rannsóknarblaðamennska

    Hitamálin eru fyrir neðan strikið en fyrst koma léttari tíðindi.

    48 pör ætla að gifta sig nakin á Jamaica (Deiglan segir reyndar Hawaii, léleg rannsóknarblaðamennska á ferð þar). Mér finnst þetta stórsniðugt en held að ég kæmist ekki langt með hugmyndir í þessa veru hvað mitt brúðkaup varðar 🙂

    Apple-notendur geta nú smíðað eigin vefþjónustur á einfaldan hátt með Konfabulator. Þannig getur venjulegt fólk með litla tölvuþekkingu smíðað smáforrit sem að uppfæra stöðugt það sem viðkomandi hefur áhuga á, auðvelt á að vera að fá veðurfréttir, verðbréfafréttir og fleira til að birtast uppfært og jafnvel smíða stærri forrit. Mér finnst þetta óhemju svalt, valdið til venjulegra notenda.

    Englendingar töpuðu 3-1 fyrir Áströlum í kvöld, fyrsta tap þeirra í knattspyrnu fyrir gömlu nýlendunni. Wayne Rooney lék seinni hálfleikinn og varð þar með yngsti landsliðsmaður Englands. Fyrir leikinn efuðust margir um gildi þess að hafa 17 ára táning í landsliðinu en eins og bent er á hér þá er ekki hikað við að senda 17 ára gutta í stríð. Skrítinn heimur.

    Útvarpsmaður í Frakklandi hefur hafið framleiðslu á Mecca-Cola og beinir því gegn Coca-Cola sem hann segir styðji Zíonistana í Ísrael (Zíonismi er stefna meðal harðlínugyðinga og á hvað mestan þátt í stofnun Ísrael og fantalegri framgöngu gegn öðrum en gyðingum í “landinu helga”). Samkvæmt þessari frétt (frá WND sem er mikið vígi bandarískra hægri harðlínumanna) eru til Arafat-snakkflögur og fleiri vörur sem stefnt er gegn vestrænum vörum.

    Vladimír Pútín fær bráðum afhenta nýja forsetaþotu sína sem kostar 300 milljón dollara enda eru þrír barir og klósettið jafnast í verði á við gullklósett dómsmálaráðherrans okkar, 75.000 dollarar sem eru tæpar 6 milljónir. Reyndar eru áfengiskaup ekki innifalin í verði þotunnar.


    Þegar ég var yngri velti ég því fyrir mér að gerast blaðamaður, tilvalið til að fletta ofan af meinum samfélagsins. Þessa dagana er ég greinilega í þeim gír, ætli það haldi ekki aðeins áfram í rannsóknafréttamennsku minni.

    Til eru samtök í Bandaríkjunum sem vilja að 21. öldin verði hin nýja öld Ameríku, þeir eru staðfastir á því að forysta Bandaríkjanna í nýjum heimi sé þeim og öllum öðrum fyrir bestu.

    Þarna má meðal annars lesa þessa ítarlegu langloku um eðlismuninn á milli stefnu Bandaríkjanna og Evrópu í alþjóðamálum en ætli heimurinn verði betri þegar að stóri bróðir er farinn að anda ofan í hálsmálið á hverjum þeim einstaklingi sem gæti haft aðrar skoðanir en valdhafar í Bandaríkjunum?

    Bandaríkin sem lögregla heimsins er ekki rétt hugtak, hlutverk þeirra er nær því að vera mafía, þegar að lýðræðislega kjörnir valdhafar annara landa eru ekki þóknanlegir Bandaríkjunum leysa Bandaríkin málið með íhlutun (Salvador Allende í Síle 1973, Mohammed Mossadegh í Íran 1953, Jacobo Arbenz í Gvatemala 1954, Cheddi Jagan í Gíana 1964, Patrice Lumumba í Kongó 1964 og fleiri og fleiri og fleiri) og algjör einvaldsstaða þeirra nú um mundir eykur hættuna á því til muna.

    Eins og liðið hjá New American Century og fleiri benda á þá gætu Bandaríkin hegðað sér enn verr en þau gera núna, það hins vegar þýðir ekki að ráðamenn þar hagi sér til fyrirmyndar. Þeir eru með langan syndalista og hika ekki við að bæta við hann.

    Það er þó ekki allt slæmt við Bandaríkin þó að utanríkisstefna þeirra sé oftast svona gerræðisleg og ég fari hér mörgum ófögrum orðum um ráðamenn þar. Í Kentucky eru ráðamenn nú að setja reglur sem segja að allt íbúðarhúsnæði sem er byggt þar sem að ríkið hefur hönd í bagga verður að hafa aðgang að háhraða nettengingum. Þar sem það eru aðallega íbúðir fyrir þá verr settu sem að ríkið kemur að þá er þetta augljóslega til að tryggja netaðgang efnaminna fólks. Netaðgangurinn gefur þeim tækifæri á að finna vinnu og mennta sig. Netaðgangur er orðinn að mannréttindum, mikilvægið er sama og læsi hefur.

    Uncategorized

    t.A.T.u

      Jákvætt:

    • Útsýnið úr vinnuherberginu okkar yfir hafnaraðstöðu Samskipa og japanska landslagið sem ég þakti gluggana við ganginn með.
    • Sigur fyrir internetið

    George W. Bush hélt í gær ræðu á þingi kristinna fjölmiðlamanna, þar sagði hann meðal annars:

    “liberty is not America’s gift to the world. Liberty is God’s gift to every human being in the world.”

    Þá vitum við það, frelsið er ekki gjöf Bandaríkjanna til heimsins!

    Rússneski dúettinn t.A.T.u er nú allt að æra á Vesturlöndum, þær stöllur hafa verið stjörnur í Rússlandi undanfarin ár og virðast á góðri leið með að sigrast á fátæktinni sem þær ólust upp í. Veigamikill þáttur virðist vera ímynd þeirra en þær þykjast vera lesbíur (en hafa nú viðurkennt að eiga kærasta) og eru fáklæddar á sviði og í karlatímaritum auk þess sem þær gera í að vera skólastelpulegar. Maðurinn sem skóp grúppuna heitir Ivan Shapovalov og segist helst vilja 14 ára stúlkur og þar um bil, hann er að nálgast fertugt sjálfur. Hann sá sumsé að til er markhópur sem að vill sjá unglegar stelpur í skólabúningum gerast djarfar og þetta virðist vera að ganga upp hjá honum. Stúlkurnar taka þátt í þessu enda er manni oft nokk sama hvernig maður aflar peninga þegar maður er fátækur.

    Firringin heldur annars áfram, nú geta hundaeigendur í Tókíó farið með fitubolluhunda í ræktina þar sem þeir taka á og fara svo í pottinn.

    Uncategorized

    Jákvætt og neikvætt

    Færslur mínar undanfarna daga hafa verið í dekkri kantinum, yfirvofandi stríð, erfitt atvinnuástand, minnkandi kaupmáttur, skuldir sem að hækka þrátt fyrir skilvísar greiðslur (1,3m lán tekið 1989 er nú 1,8m þrátt fyrir að allar greiðslur hafi staðist þessi 14 ár), ruglað veður, firring valdhafa og áfram mætti telja upp dökku hliðar lífsins þessa dagana. Ég hef sett mér það markmið að reyna að hafa líka jákvæða punkta í þessum daglegu færslum (þessi er númer 546, ein á dag síðan 14. ágúst 2001). Því skipti ég færslu dagsins í flokka.

      Jákvætt með pólitísku ívafi:

    • Gulf War 2 (aka World War 2.5)
    • Too stupid to be president
    • 10 Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði og 400 aðrir hagfræðingar hafa ritað undir bréf þar sem þeir leggjast alfarið gegn ákvörðunum Bush í skattamálum. Væntanlega er enginn þeirra í þessu 1% tekjuhæstu manna Bandaríkjanna sem munu einmitt fá mest allra vegna nýju skattalagana.
      Neikvætt:

    • Let’s quit the UN
    • Hungry ‘Hitchcock’ Ravens Kill 19 Sheep
    • Woman Who Hacked Lover to Death Has Jail Time Cut
    • Jakkafötin of lítil ennþá!
    • Áhugaverð röksemdafærsla hjá MÞT, þar sem að Bandaríkjamenn ætla að ráðast á Írak með liðsinni einstaka NATO-ríkja þá beri NATO að styrkja varnir Tyrklands. Mig minnti endilega að NATO væri varnarbandalag en ekki árásarbandalag. Aðalhugmyndin var sú að árás á NATO-ríki væri árás á öll NATO-ríki, þarna var átt við þegar að árásin væri að fyrra bragði af hálfu utanaðkomandi aðila. Það stóð aldrei til að liðsinna NATO-þjóðum sem réðust á aðrar þjóðir, þess vegna hefur hugtakið varnarbandalag verið notuð alla þessa áratugi, hugtakið árásarbandalag virðist hins vegar núna vera að líta dagsins ljós hjá stuðningsmönnum hernaðaraðgerða. Sannleikurinn er ávallt fyrsta fórnarlamb stríðs sem og pólitíkur. Þarf að minna á skýrslu Breta nú um daginn og spaghettí-myndir Powell þar sem að menn giskuðu á að þetta væri eitthvað sem gæti verið hugsanlega mögulega vopn?
    Uncategorized

    Beinbrot, kynlíf og stríðsæsingur

    Hann var óheppinn hann Henrik Larsson. Eins og sjá má á mynd á þessari síðu þá lenti hann í samstuði við andstæðing sinn og kjálkinn brotnaði á tveim stöðum. Ljótt mál og ljót mynd, ááái.

    Konur sem eru spenntar fyrir gerviveröld Sex and the City geta fengið sér perlufestar g-streng hjá Myla.com. Sá eina mínútu úr þessum þætti, það er allt og sumt sem ég hef blessunarlega barið þessa sápu augum.

    Ég skil ekki karlmenn útundan, þeir geta gamnað sér með tölvugræju ef að kvenkosturinn er einhver staðar með perlufestinni sinni að dúlla sér.

    Renndi yfir nokkrar greinar í Independent, þessar voru með þeim betri:

    Annars gerðu Sheffield Wednesday, Lyon og Lazio öll jafntefli þessa helgi. Vonandi verða mínir menn brattari næst.