Bók er betri en súkkulaði

Mér tókst að gleðja konuna í dag og meira að segja aðra til. Nokkuð sáttur með það, er yfirleitt ekki mikið að fylgjast með þessum hátíðisdögum né virkur þegar þá ber upp.

Ástandið á öðru sviði lítur aðeins betur út en í gær. Fundur í dag lofaði góðu.

William Gibson er snilldarrithöfundur, hann var tekinn í viðtal af Salon í tilefni af nýrri bók hans, Pattern Recognition sem gerist ekki í framtíðinni eins og í fyrri bókum hans, heldur 2002.

Nú er búið að lóga Dolly, einræktuðu kindinni. Hún var orðin það hrum greyið aðeins sex ára að aldri að þeim fannst ekki stætt á öðru. Klónun er ekki enn vænlegur valkostur á meðan að ekki er búið að leysa vandamálið að klónin fæðast jafnöldruð upprunalega eintakinu.

Comments are closed.