Færslur mínar undanfarna daga hafa verið í dekkri kantinum, yfirvofandi stríð, erfitt atvinnuástand, minnkandi kaupmáttur, skuldir sem að hækka þrátt fyrir skilvísar greiðslur (1,3m lán tekið 1989 er nú 1,8m þrátt fyrir að allar greiðslur hafi staðist þessi 14 ár), ruglað veður, firring valdhafa og áfram mætti telja upp dökku hliðar lífsins þessa dagana. Ég hef sett mér það markmið að reyna að hafa líka jákvæða punkta í þessum daglegu færslum (þessi er númer 546, ein á dag síðan 14. ágúst 2001). Því skipti ég færslu dagsins í flokka.
-
Jákvætt:
- Hani og hæna eru gefin saman í tilefni af Valentínusardeginum.
- Hjón vinna pening á samheldni
- Fékk boðskort í samkvæmi.
- Gengur vel í lokaverkefninu.
-
Jákvætt með pólitísku ívafi:
- Gulf War 2 (aka World War 2.5)
- Too stupid to be president
- 10 Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði og 400 aðrir hagfræðingar hafa ritað undir bréf þar sem þeir leggjast alfarið gegn ákvörðunum Bush í skattamálum. Væntanlega er enginn þeirra í þessu 1% tekjuhæstu manna Bandaríkjanna sem munu einmitt fá mest allra vegna nýju skattalagana.
-
Neikvætt:
- Let’s quit the UN
- Hungry ‘Hitchcock’ Ravens Kill 19 Sheep
- Woman Who Hacked Lover to Death Has Jail Time Cut
- Jakkafötin of lítil ennþá!
- Áhugaverð röksemdafærsla hjá MÞT, þar sem að Bandaríkjamenn ætla að ráðast á Írak með liðsinni einstaka NATO-ríkja þá beri NATO að styrkja varnir Tyrklands. Mig minnti endilega að NATO væri varnarbandalag en ekki árásarbandalag. Aðalhugmyndin var sú að árás á NATO-ríki væri árás á öll NATO-ríki, þarna var átt við þegar að árásin væri að fyrra bragði af hálfu utanaðkomandi aðila. Það stóð aldrei til að liðsinna NATO-þjóðum sem réðust á aðrar þjóðir, þess vegna hefur hugtakið varnarbandalag verið notuð alla þessa áratugi, hugtakið árásarbandalag virðist hins vegar núna vera að líta dagsins ljós hjá stuðningsmönnum hernaðaraðgerða. Sannleikurinn er ávallt fyrsta fórnarlamb stríðs sem og pólitíkur. Þarf að minna á skýrslu Breta nú um daginn og spaghettí-myndir Powell þar sem að menn giskuðu á að þetta væri eitthvað sem gæti verið hugsanlega mögulega vopn?