Bush yngri hélt víst svaka ræðu í gær, þar sem hann sagði meðal annars að “The United States will not permit the world’s most dangerous regimes to threaten us with the world’s most destructive weapons” og átti þar við Írak, Íran og Norður-Kóreu. Er það bara ég eða eru USA ekki sjálfir orðnir “the world’s most dangerous regime” svo ekki sé minnst á það að þeir eiga án vafa “the world’s most destructive weapons”. Þeir eru alls ekki barnanna bestir þarna í Írak, Íran og Norður-Kóreu, en ég sé ekki að stefna Bush sé það heldur. Hverjir ætli pirri Bush næst? Eigum við að prófa að skjóta eins og einn hval og athuga hversu langan tíma það tekur að stimpla okkur hryðjuverkamenn fyrir nýtingu náttúruauðlindar, bara af því að það samræmist ekki skoðunum Bandaríkjamanna?
Áhugavert: