Heimilislaus

Rétt fyrir 14.00 kom tengdó heim og tilkynnti að hún hefði tekið einu (af nokkrum) tilboði í heimilið. Hún er að flytja á Selfoss í raðhús (sem er í byggingu) í júní/júlí, afhending hérna er 20. júní.

Við Sigurrós erum því eins og er heimilislaus (eftir 20. júní). Við erum búin að sækja um á stúdentagörðum, en fáum ekki að vita með það fyrr en í júlí að ég held, tveir aðrir möguleikar eru í skoðun. Við teljum okkur ekki vera tilbúin að fara að kaupa fyrr en eftir rúmlega ár (það var reyndar planið) þannig að við þurfum að redda okkur einhvern vegin þangað til.

Skilaði Chagall inn í kvöld, hann má nálgast hér.

Keypti nýja diskinn með Chemical Brothers í kvöld, ætla aðeins að melta hann.

Að lokum þá er auðvitað ekki annað hægt en að dást að því hvað landsliðið er orðið gott og spilar góðan handbolta, ég er ekki mikill áhugamaður en það er gaman að sjá alvöru þjálfara breyta liði í alvöru lið.

Áhugavert:

  • Ford loses hyperlink battle
  • Þegar kynlífsfræðsla fer ekki fram…
  • Comments are closed.