Survivor

Þá kláraðist Survivor endanlega hérna heima, hjá okkur ríkti mismikil spenna, ég gat aðeins verið spenntur fyrir því að sjá hverjir urðu í 2., 3. og 4. sæti þar sem að AOL höfðu verið svo hrikalega sniðugir að segja mér að Ethan hafi unnið. Reyndar fannst mér hann síður verðskulda það en Lex. Lex og Colby (úr seríu 2) voru báðir yfirburðamenn og unnu fjöldann allan af challenges, þeir voru alvöru Survivors. Ethan virðist vera svakalegur mömmustrákur, gömlu konurnar allar að faðma hann og hann leitaði í barm þeirra af og til. Hann þykir víst alveg hrikalegt sætabrauð af kvenþjóðinni.

Punktaði niður stutta grein á huga – matargerð um pizzur og piparsteikur.

Áhugavert:

  • Mig hefur einmitt langað svolítið í svona turn
  • Cheney neitar öllu og engu
  • Heart’s Ease
  • Comments are closed.