Author Archives: Jóhannes Birgir

Þrengslin

Skrapp í morgun og fékk vetrardekkin undir bílinn. Þau eru þau sömu og í fyrra og eru nagladekk. Mér leið hálfkjánalega að keyra á malbikinu með naglana tætandi það, en það átti eftir að koma í ljós að naglarnir stóðu sig þegar á reyndi. Reyndar vorkenni ég þeim sem eiga að viðhalda götunum frekar lítið, enda margbúið að sanna það að steypa endist betur og mengi minna heldur en blessað malbikið. Sjá má þetta erlendis þar sem að einungis allra mestu sveitavegir eru malbikaðir. En við verðum að vera svo miklir afturhaldssinnar að við höldum okkur við handónýtt yfirlag á helstu umferðaræðum okkar.

Upp úr hádegi héldum við Sigurrós af stað austur, nánar tiltekið á Selfoss í heimsókn til systur hennar. Það var allt autt hérna í Laugarnesinu, en um leið og við komum upp Ártúnsbrekkuna var allt orðið hvítt. Fyrir utan Reykjavík var sömuleiðis allt hvítt svo langt sem augað eygði. Við fórum Þrengslin, held að það sé fyrsta skiptið sem ég hef farið þau. Það gekk bara ágætlega og ekki þungfært. Hins vegar er langt síðan að ég sá svona mikið hvítt, himinn og jörð alvhvít og lá við snjóblindu. Þegar við komum svo niður úr Þrengslunum er allt autt þeim megin, og gulur litur grassins yfirgnæfandi í landslaginu. Við fórum fram hjá Stokkseyri og Eyrarbakka, fyrsta sinn sem ég fer þar held ég alveg örugglega. Í fjarska sáum við hins vegar óveðurstungu teygja sig niður að Selfossi.

Á Selfossi fór svo að snjóa á meðan að við dvöldum þar, þegar við lögðum af stað heim rúmlega fimm var tæplega 5 cm snjólag á bílnum. Það var orðið kolniðadimmt og við héldum núna í átt að Hveragerði, þegar þangað var komið sýndist okkur mikið óveður geysa á heiðinni þannig að við tókum vinstri beygjuna í átt að Þrengslunum. Við höfðum ekki farið nema nokkra metra af alhvítum þjóðvegi 1 þegar að þjóðvegur 38 var orðin alauður og gult grasið orðið aftur allsráðandi. Mér fannst þetta frekar spes, nokkrir metrar á milli vetrarríkis og haustríkis.

Þegar við komum svo upp Þrengslin var snjórinn ráðandi þar eins og búast mátti við. Munurinn núna var sá hins vegar að allt var kolsvart þar sem áður hafði verið alhvítt, skemmtilegur litaleikur náttúrunnar.

Þarna kom sér vel að vera komin á vetrardekkinn, og í bænum var greinilega komin hálka þegar heim var komið þannig að manni leið ekki eins og villimanni á nöglunum, heldur eins og manni sem að skipti um á hárréttu augnabliki.

Áhugavert lesefni:

  • America’s identity crisis
  • Rólegur föstudagur

    Áhugavert lesefni:

  • Linux wins access to next-generation CDs
  • Máninn skín

    Máninn er þvílíkt bjartur á himninum núna, var að koma úr frönskutíma og hann er eins og sæmileg flóðljós. Lærði einmitt að croissant þýðir ekki hálfmáni eins og ég taldi heldur “vaxandi” (máni þá), þá er bara að sjá bakaríin fara að selja vaxandi hægri vinstri. Croissant eru annars ekki í náðinni hjá mér, þegar ég var þarna 1998 í HM-ferðinni fengum við ekkert annað í morgunmat á hótelunum og meira rusl hef ég ekki fengið í morgunmat.

    Aumingja PowerPuff stelpurnar hrelldar af vírusi og dreifa honum óvart. Ein af uppáhaldsteiknimyndunum mínum en krakkar ættu að vera orðnir 10 ára eða svo áður en ég leyfði þeim að horfa, mikið af bröndurum sem gætu misskilist.

    Áhugavert lesefni:

  • Brutality smeared in peanut butter
  • DeCSS DVD descrambler ruled legal
  • Linux goes to the movies
  • Stikkorð

    Vinna, heimanám, Cartoon Network, National Geographic, svefn.

    Áhugavert lesefni:

    Jólaskreytingar

    Skrapp í Kringluna í dag (í fyrsta sinn í lengri tíma) til að endurnýja sólhattsbirgðirnar (echinaforce). Merkilegt nokk en ég fæ ekki kvef eftir að ég fór að taka sólhattinn reglulega (2-3 töflur 3-4 sinnum á dag).

    Sá að þeir voru í óðaönn að henda upp jólaskreytingunum, enda ekki nema 7 vikur í jólin, hver er að verða síðastur! Ég er annars byrjaður að skreyta fyrir 17. júní sjálfur, maður má ekki vera síðastur!

    Eða þannig. Annað sem pirraði mig í þessari Kringluferð voru 17 ára aularnir sem tóku handbremsubeygju á verulegum hraða á fullu bílastæði, og mér sýndist ekki muna nema nokkrum sentimetrum á að þeir rækju afturendann í næsta bíl. Það vantar svo mikið í hausinn á svo mörgum, þessir afglapar á bílnum með einkanúmerinu HJÖRDÍS eru væntanlega á góðri leið með að verða að umferðartölfræði, 21 látinn í umferðinni í ár, og þessir virðast ekki eiga langt í það að valda slysi.

    Ég reyndist svo ekki sannspár, bæði Lazio og Lyon fallin út í meistaradeildinni. Þetta er bara ekki mitt tímabil í boltanum!

    Áhugavert lesefni:

    Dýrið í þér

    Allir að taka svona persónuleikapróf þessa daganna, ég kíkti á eitt enn, svokallað Animal in you, og þar sagði að ég væri “You are either a Wild Dog or a Wolf personality. But you may also be a Owl personality.” Svo sagði að ég yrði að velja það sem að mér fyndist lýsa mér best, mér tókst hins vegar ekki að velja á milli uglunnar og úlfsins, villihundurinn var hins vegar fjærstur.

    Þetta próf er reyndar eiginlega auglýsing fyrir samnefnda bók, eins og lesa má á vefnum þeirra. Fólk hefur bara svo gaman af svona skoðanakönnunum að þær duga vel til að trekkja að gesti.

    Á mánudagskvöldum er annars EuroGoals á EuroSport, eini fótboltinn sem ég sé reglulega.

    Áhugavert lesefni:

    Discovery Channel

    Ekki eins mikill letidagur og í gær en samt nálægt því. Skrapp til litla bróður og fiktaði í tölvunni hans, þó með takmörkuðum árangri þar sem það vantaði hitt og þetta, maður verður að fara að setja ýmsustu tölvuparta í verkfærasettið sitt.

    Horfi oft á breiðvarpið á meðan að ég sit og vinn/leik mér í lappanum, Discovery Channel ratar oftar en ekki á skjáinn þá. Í kvöld var á dagskrá “Creepy Creatures”, nokkrir þættir með þema um smádýr sem að vekja óhug margra. Þar var sýnt hvernig maðkar flugna eru notaðir í lækningaskyni til að hreinsa sár og sýkingar, þeir éta víst bara dautt og rotnandi hold en ekki lifandi. Einnig voru blóðsugur notaðar þó nokkuð, í þeim þætti var jafnframt sýnt hvernig kona sem missti þumal fékk nýjan, sem var fyrrverandi stóratá hennar (mun stærri en þumallinn.. en virknin skiptir meira máli en fagurfræðin). Svo voru það MS-sjúklingarnir sem að láta býflugur stinga sig því að býflugnaeitrið hefur heilsubætandi áhrif á þá, eins undarlega og það gæti hljómað. Margt fleira fróðlegt sem þarna kom í ljós.

    Mér finnst Discovery Channel bara vera æðisleg stöð, þó nokkuð af endurtekningum á þáttum, en þá eru bara minni líkur á að maður missi af einhverju sniðugu.

    Laugardagur í leti

    Dagurinn var algjör letidagur, hékk heima að spila tölvuleiki og gera mest lítið annað.

    Pabbi kom reyndar í mat í kvöld, og það var rabbað aðeins saman, við vorum reyndar öll sammála (sem er sjaldgæft) um það hvað þessi blessaði þáttur með Steinunni Ólínu er leiðinlegur.

    Áhugavert lesefni:

    Grímuball

    Sigurrós og nokkrar aðrar stelpur í Kennó langaði svo á grímuball að þær ákváðu að halda það sjálfar. Það var haldið nú í kvöld í Stúdentakjallaranum og heppnaðist bara dæmalaust vel. Líklega um 50 manns sem mættu og bara mjög gaman.

    Við vorum voða flott saman, vonandi koma myndirnar af okkur jafn vel út og við litum út 🙂

    Verst að reykingarnar eyðileggja alltaf svona skemmtanir, ég verð mjög pirraður í augunum af reyknum og undir lokin gat ég varla haldið þeim opnum. Þegar við komum svo heim önguðu ekki bara fötin okkar heldur við sjálf af þessari ógeðslegu reykingastybbu. Af hverju er svona erfitt að skemmta sér án þess að koma heim angandi eins og öskubakki?

    Áhugavert lesefni:

    Crêpe à la vapeur

    Frönskutímarnir að ganga ágætlega, er að reyna að vera skipulagður í náminu jafnframt. Vorum að kíkja á helstu matartegundir sem koma fyrir á Menu (borið fram muny), og vorum jafnframt vöruð við að forrétturinn crêpe à la vapeur er gufusoðið pönnukökudeig, en ekki eiginleg pönnukaka.

    Tók eftir því þegar ég fór frá Miðbæjarskóla að búið er að loka hluta Laufásvegar, þar sem bandaríska sendiráðið er til húsa. Einn stór lögreglubíll stendur við eitt hornið og lokar fyrir alla umferð þar, gaman að vera á vaktinni þar.

    Áhugavert lesefni: