Máninn er þvílíkt bjartur á himninum núna, var að koma úr frönskutíma og hann er eins og sæmileg flóðljós. Lærði einmitt að croissant þýðir ekki hálfmáni eins og ég taldi heldur “vaxandi” (máni þá), þá er bara að sjá bakaríin fara að selja vaxandi hægri vinstri. Croissant eru annars ekki í náðinni hjá mér, þegar ég var þarna 1998 í HM-ferðinni fengum við ekkert annað í morgunmat á hótelunum og meira rusl hef ég ekki fengið í morgunmat.
Aumingja PowerPuff stelpurnar hrelldar af vírusi og dreifa honum óvart. Ein af uppáhaldsteiknimyndunum mínum en krakkar ættu að vera orðnir 10 ára eða svo áður en ég leyfði þeim að horfa, mikið af bröndurum sem gætu misskilist.
Áhugavert lesefni: